FH hefur úrslitaáhrif í meistarabaráttunni

Jákup Thomsen, Robbie Crawford og Steven Lennon fagna einu af …
Jákup Thomsen, Robbie Crawford og Steven Lennon fagna einu af fjórum mörkum FH gegn KR á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þó að FH-ingar séu ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á lokasprettinum, aldrei þessu vant, munu þeir hafa mikil áhrif á hvort Valur eða Stjarnan stendur uppi sem Íslandsmeistari í mótslok.

Þegar þremur umferðum er ólokið er ljóst að Valur með 40 stig og Stjarnan með 39 heyja einvígi um titilinn á lokasprettinum.

Breiðablik er með 35 stig og gæti reyndar enn hirt toppsætið ef FH-ingar koma til aðstoðar og vinna bæði efstu liðin.

FH á nefnilega að mæta Val í Kaplakrika í 21. umferðinni 23. september og sækir síðan Stjörnuna heim í lokaumferðinni sex dögum síðar.

Um leið á FH mun erfiðari dagskrá fram undan en KR, en liðin eru bæði með 30 stig og slást um fjórða sætið og þátttökuréttinn í Evrópudeildinni 2019.

Lið Keflavíkur er löngu fallið og Fjölnir stendur mjög illa að vígi með 16 stig. Víkingur með 21, Fylkir með 22, ÍBV með 23, KA með 24 og Grindavík með 25 stig gætu þó enn farið niður ef Fjölnismenn taka sig til og vinna þrjá síðustu leikina.

Þessir 18 leikir eru eftir:

20. umferð, 16.-19. september:

16.9. KR – Keflavík

16.9. Víkingur R. – FH

16.9. Grindavík – Fjölnir

16.9. Valur – ÍBV

19.9. Stjarnan – KA

19.9. Fylkir – Breiðablik

21. umferð 23. september:

23.9. Fjölnir – Breiðablik

23.9. KR – Fylkir

23.9. FH – Valur

23.9. KA – Grindavík

23.9. ÍBV – Stjarnan

23.9. Keflavík – Víkingur R.

22. umferð 29. september:

29.9. Grindavík – ÍBV

29.9. Breiðablik – KA

29.9. Stjarnan – FH

29.9. Valur – Keflavík

29.9. Víkingur R. – KR

29.9. Fylkir – Fjölnir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert