Byrjunarlið Íslands: Aron kemur í markið

Aron Snær Friðriksson kemur í markið.
Aron Snær Friðriksson kemur í markið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mætir Eistlandi á Kópavogsvelli kl. 16:45. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á næsta ári. Ísland er í fjórða sæti riðilsins með átta stig, tíu stigum á eftir toppliði Spánverja en Eistland er í neðsta sæti með aðeins eitt stig. 

Eyjólfur Sverrisson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Norður-Írlandi á útivelli í síðasta leik. Aron Snær Friðriksson, leikmaður Fylkis, kemur í stað Sindra Kristins Ólafssonar í markið og þeir Axel Óskar Andrésson, Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson koma inn í liðið. 

Hans Viktor Bjarnason, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Júlíus Magnússon fara á varamannabekkinn. Hér að neðan má sjá byrjunarliðið í heild sinni. 

Byrjunarlið Íslands:

Aron Snær Friðriksson 

Alfons Sampsted

Felix Örn Friðriksson

Torfi Tímoteus Gunnarsson

Axel Óskar Andrésson

Samúel Kári Friðjónsson

Nikael Neville Anderson

Arnór Sigurðsson

Óttar Magnús Karlsson

Albert Guðmundsson

Jón Dagur Þorsteinsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert