Ummælum Ólafs vísað til aganefndar

Ólafur Jóhannesson er búinn að koma sér í klandur.
Ólafur Jóhannesson er búinn að koma sér í klandur. Ljósmynd/Wold, Ole Martin,ntb.no

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað ummælum Ólafs Jóhannessonar, þjálfara karlaliðs Vals í fótbolta, til aga- og úrskurðanefndar. Ólafur var harðorður í garð Einars Inga Jóhannssonar, dómara leiks Vals og KA. 

„Dómarinn er náttúrlega Stjörnumaður, hann er fæddur og uppalinn í Stjörnunni, nánast í Stjörnuheimilinu, og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur, það gaf augaleið. Það er engin spurning í mínum huga að það var náttúrlega klárt víti,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leik. 

Málið verður tekið fyrir næsta þriðjudag og gæti Ólafur því verið í leikbanni á lokaspretti Íslandsmótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert