Hamrén biður stuðningsmennina afsökunar

Erik Hamrén.
Erik Hamrén. mbl.is/Valli

„Ég vil biðja stuðningsmenn íslenska landsliðsins afsökunar á þessum úrslitum,“ sagði Svíinn Erik Hamrén sem mátti þola 6:0=tap fyrir Sviss í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 

Hamrén sagði nokkur orð á blaðamannafundi að leiknum loknum. „Í síðari hálfleik var þetta vandræðalegt.“

Hamrén sagði svissneska liðið hafa leikið vel en það eitt og sér skýr[i ekki slík úrslit. „Við vissum að við þyrftum að spila vel gegn svo öflugu liði en það gerðum við ekki. Mér fannst Svisslendingarnir spila mjög vel en við hjálpuðum líka til hvað það varðar með okkar frammistöðu. Fyrri hálfleikurinn var þokkalegur að mörgu leyti. Þá unnu menn saman í vörninni. Allt hrundi hjá okkur eftir þriðja markið. Þá misstu menn trúna. Þar ber ég líka ábyrgð sem þjálfari,“ sagði Erik Hamrén.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert