Birkir æfði ekki með liðinu

Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Birkir Bjarnason glímir við minni háttar meiðsli í aðdraganda leiks Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni í knattspyrnu á morgun.

Birkir æfði ekki með öðrum í íslenska liðinu á æfingu sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli, heldur einn með sjúkraþjálfara. Erik Hamrén þjálfari sagði á blaðamannafundi fyrir æfingu að Birkir glímdi við smávægileg meiðsli í baki.

Emil Hallfreðsson tók hins vegar fullan þátt þann tíma sem æfingin var opin fjölmiðlum, en hann missti af tapinu gegn Sviss um helgina vegna meiðsla.

Erik Hamrén þjálfari og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari fara yfir málin.
Erik Hamrén þjálfari og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari fara yfir málin. mbl.is/Kristinn Magnúss.
mbl.is