Emil leikfær og liðinu breytt

Emil Hallfreðsson á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag.
Emil Hallfreðsson á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Emil Hallfreðsson ætti að vera klár í slaginn með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á morgun gegn Belgíu í Þjóðadeildinni, eftir því sem þjálfarinn Erik Hamrén sagði á blaðamannafundi í dag.

Emil missti af skellinum gegn Sviss á laugardag vegna meiðsla í læri en Hamrén sagði hann tilbúinn í leikinn við Belgíu, þó að það kæmi reyndar enn betur í ljós á æfingu sem nú er að hefjast.

Hamrén sagði sömuleiðis að Birkir Bjarnason glímdi við smávægileg eymsli í baki en allir leikmenn íslenska hópsins ættu þó ef að líkum lætur að geta mætt Belgíu á morgun.

Aðspurður hvort breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands svaraði Hamrén því til að því yrði breytt: „Það þýðir ekki að ég sé að kenna einhverjum leikmönnum um hvernig fór. Það snýst frekar um leikskipulagið. Við þurfum að horfa á hvern leik fyrir sig og meta hvaða byrjunarlið hentar best.“ Hamrén vildi svo ekki svara því hvort hann myndi halda sig við 4-4-2 uppstillingu.

Létt yfir mönnum á æfingu í dag þrátt fyrir tapið …
Létt yfir mönnum á æfingu í dag þrátt fyrir tapið stóra gegn Sviss á laugardag. mbl.is/Kristinn Magnúss.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert