Íslendingar sundurspilaðir í St. Gallen

Guðlaugur Victor Pálsson og Admir Mehmedi berjast um boltann á ...
Guðlaugur Victor Pálsson og Admir Mehmedi berjast um boltann á laugardaginn. Xherdan Shaqiri er skammt undan. AFP

Ekki var sérstaklega gefandi að sitja innan um tæplega 15 þúsund Svisslendinga og horfa á svissneska landsliðið spila það íslenska sundur og saman á Kybunpark-leikvanginum í St. Gallen. Svisslendingar skemmtu sér skiljanlega afskaplega vel, bæði inni á vellinum sem og á áhorfendapöllunum, enda unnu þeir 6:0-stórsigur. Er það versta tap íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í sautján ár eða frá því Ísland tapaði 6:0 fyrir Danmörku á Parken árið 2001.

Sviss fékk óskabyrjun þegar Steven Zuber skoraði fallegt mark snemma leiks. Ekki eru miklar ýkjur að segja að Ísland hafi ekki átt möguleika eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 2:0 og fátt sem benti til þess að Ísland ætti möguleika á að vinna upp forskot Sviss eins og liðið gerði í Bern í 4:4-jafnteflisleiknum fyrir fimm árum. Nú var heldur enginn Jóhann Berg Guðmundsson tiltækur til að hrista fram þrennu eins og þá. Íslenska liðið var nánast ekkert með boltann í leiknum og þegar svo ber undir eru vonir um skoruð mörk ekki miklar. En ekki átti maður þó von á þeim ósköpum sem áttu eftir að dynja yfir í síðari hálfleik.

Ítarlega umfjöllun um leik Íslands og Sviss má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »