Ósanngjarnt að kenna Hamrén um skellinn

Denis Zakaria skorar fyrir Sviss í 6:0-sigrinum á Íslandi.
Denis Zakaria skorar fyrir Sviss í 6:0-sigrinum á Íslandi. AFP

„Þetta var ólíkt því sem við höfum séð í flestum undanförnum leikjum. Liðið hefur verið þétt, gefið fá færi á sér og varist sem heild og alltaf skorað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við 6:0-tapinu fyrir Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta á laugardaginn var. „Það stingur mann að þetta var gisið og opið. Meira að segja föstu leikatriðin láku. Það var ofboðslega margt sem var ekki eins og við erum vön. Þótt leikir hafi tapast hefur alltaf verið von í þeim en hún fór rosalega fljótt í þessum leik,“ bætti hann við.

Fáir sem spiluðu vel

Ólafur vildi ekki kenna landsliðsþjálfaranum Erik Hamrén um tapið, en hann stýrði Íslandi í fyrsta skipti í leiknum. „Fyrst og fremst fannst mér andleysi í leikmönnum. Það voru fáir sem spiluðu vel og liðið náði ekki saman. Þeir fengu ekki stuðning hver af öðrum. Ég er alveg viss um það var ekki sett upp leikplan sem miðaði að því að tapa 6:0. Það er ósanngjarnt að segja, í fyrsta leik nýs þjálfara, að þetta hefði verið miklu betra ef þetta hefði verið einhver annar.“

Ítarlega umfjöllun um leik Íslands og Sviss má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert