Gríðarlega sterkt belgískt byrjunarlið

Eden Hazard er mættur á Laugardalsvöllinn.
Eden Hazard er mættur á Laugardalsvöllinn. AFP

Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, stillir upp gríðarlega sterku liði gegn Íslandi í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst núna kl. 18.45. Belgía hafnaði í þriðja sæti á HM í Rússlandi og eru flestir sterkustu leikmenn Belga til taks. 

Thibaut Courtois stendur á milli stanganna, þriggja manna varnarlína samanstendur af Toby Alderweireld, Vincent Kompany og Jan Vertonghen. Þar fyrir framan eru Thomas Meunier, Youri Tielemans, Axel Witsel og Yannick Carrasco. 

Dries Mertens, Romelu Lukaku og einn besti leikmaður heims, Eden Hazard skipa þriggja manna sóknarlínu. 

Byrjunarlið Belga: 
Thibaut Courtois
Toby Alderweireld
Vincent Kompany
Jan Vertonghen
Axel Witsel
Romelu Lukaku
Eden Hazard
Yannick Carrasco
Dries Mertens
Thomas Meunier
Youri Tielemans

mbl.is