Heimsmeistararnir mótherjar í næsta leik

Leikmenn íslenska landsliðsins ganga af velli eftir ósigurinn gegn Belgum ...
Leikmenn íslenska landsliðsins ganga af velli eftir ósigurinn gegn Belgum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næsti leikur íslenska landsliðsins í knattspyrnu verður gegn heimsmeisturum Frakka en þjóðirnar mætast í vináttuleik í Guingamp í Frakklandi 11. október.

Fjórum dögum síðar taka Íslendingar á móti Svisslendingum í Þjóðadeild UEFA og lokaleikur landsliðsins á árinu verður gegn Belgum í Þjóðadeildinni sem fram ger í Brüssel 15. nóvember.

Íslendingar hafa nú spilað tíu leiki í röð án sigurs. Ísland vann Indónesíu í tveimur vináttuleikjum í janúar en síðan þá hefur íslenska liðið tapað sjö leikjum og gert þrjú jafntefli.

mbl.is