Þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands

Gylfi Þór Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins.
Gylfi Þór Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins. AFP

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem mætir Belgum í Þjóðadeild UEFA frá 6:0 tapinu gegn Svisslendingum á laugardaginn.

Hörður Björgvin Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Hallfreðsson koma inn í liðið fyrir Guðlaug Victor Pálsson, Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðsson.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon.

Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason.

Jón Daði Böðvarsson. 

mbl.is