Segir íslenska landsliðið vera eins og sært dýr

Roberto Martínez glaðbeittur á æfingu á Laugardalsvelli í gær.
Roberto Martínez glaðbeittur á æfingu á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Eggert

Belgar virðast vera með báða fætur á jörðinni fyrir viðureignina við Íslendinga í annarri umferð Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu karla sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.45.

Ekki var annað að heyra á Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Belga, og Toby Alderweireld, lærisveini hans, þegar þeir sátu fyrir svörum hjá fjölmiðlamönnum í Laugardal síðdegis í gær. Þeir voru hrokalausir í svörum sínum og Martinez sagði að skellur íslenska landsliðsins fyrir landsliði Sviss, 6:0, í St Gallen á laugardaginn hefði í miklu breytt undirbúningi sínum og liðsins fyrir leikinn í kvöld. Helst kallaði tapið á að leikmenn Belga yrðu varari um sig en ella.

„Íslenska liðið er sem sært dýr eftir tapið á laugardaginn,“ sagði Martinez þjálfari. „Hvað sem þessum úrslitum líður þá vitum við vel og gerum okkur grein fyrir að meira býr í íslenska landsliðinu en það sýndi gegn Sviss. Árangur Íslands á undanförnum árum talar sínu máli í því sambandi,“ sagði Martinez og undirstrikaði að öðru hverju sæjust úrslit eins og þau sem urðu í leiknum í Sviss, í leikjum stærri þjóða. 

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert