Síðast skoraði Albert tvö lagleg mörk

Albert Guðmundsson léttur í bragði á æfingu U21-landsliðsins.
Albert Guðmundsson léttur í bragði á æfingu U21-landsliðsins. mbl.is/Eggert

Íslenska U21-landslið karla í knattspyrnu tekur á móti Slóvakíu í afar mikilvægum leik á KR-velli kl. 15.30 í undankeppni EM.

Liðin eru í harðri baráttu um 2. sæti í sínum riðli, á eftir Spáni sem þegar hefur tryggt sér efsta sætið. Slóvakía er með 12 stig og Ísland og Norður-Írland 11 hvort. Ísland á eftir að taka á móti Norður-Írlandi og Spáni í október.

Ísland vann 2:0-sigur í erfiðum leik gegn Slóvakíu á útivelli fyrr í keppninni, fyrir tæpu ári. Albert Guðmundsson skoraði þá bæði mörk Íslendinga, það fyrra á 8. mínútu en hið seinna á 90. mínútu. Mörkin má sjá hér að neðan.

Leikurinn hefst eins og fyrr segir kl. 15.30 og er í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert