Slagur við Slóvaka um annað sætið

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp þrjú mörk fyrir Ísland í …
Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp þrjú mörk fyrir Ísland í 5:2-sigrinum á Eistlandi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Strákarnir í 21-árs landsliði Íslands í knattspyrnu eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti í lokakeppni Evrópumótsins, og til að halda þeim vonum á lífi þurfa þeir að sigra Slóvaka á KR-vellinum í dag en leikur liðanna hefst þar klukkan 15.30.

Slóvakar eru með 12 stig og Ísland 11 í öðru og þriðja sæti undanriðilsins. Spánverjar hafa þegar tryggt sér sigur og sæti í lokakeppninni á Ítalíu en þeir eru með 21 stig og taka á móti Norður-Írum sem eru með 11 stig í fjórða sætinu.

Íslensku strákarnir unnu sannfærandi sigur á Eistlandi, 5:2, í síðustu viku þar sem Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp þrjú mörk og Óttar Magnús Karlsson skoraði tvö.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert