Slagur við Slóvaka um annað sætið

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp þrjú mörk fyrir Ísland í ...
Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp þrjú mörk fyrir Ísland í 5:2-sigrinum á Eistlandi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Strákarnir í 21-árs landsliði Íslands í knattspyrnu eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti í lokakeppni Evrópumótsins, og til að halda þeim vonum á lífi þurfa þeir að sigra Slóvaka á KR-vellinum í dag en leikur liðanna hefst þar klukkan 15.30.

Slóvakar eru með 12 stig og Ísland 11 í öðru og þriðja sæti undanriðilsins. Spánverjar hafa þegar tryggt sér sigur og sæti í lokakeppninni á Ítalíu en þeir eru með 21 stig og taka á móti Norður-Írum sem eru með 11 stig í fjórða sætinu.

Íslensku strákarnir unnu sannfærandi sigur á Eistlandi, 5:2, í síðustu viku þar sem Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp þrjú mörk og Óttar Magnús Karlsson skoraði tvö.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »