Fullkomið „brjálæði“

Arnór Sigurðsson sækir að marki Slóvakíu en er stöðvaður á …
Arnór Sigurðsson sækir að marki Slóvakíu en er stöðvaður á síðustu stundu. mbl.is/Eggert

Ég man í fljótu bragði ekki eftir magnaðri lokamínútum í fótboltaleik en ég varð vitni að í Vesturbænum í gær þegar íslenska U21-landsliðið stimplaði sig í raun út úr baráttunni um sæti á EM á næsta ári. Næg tækifæri fékk Ísland til þess að skora fleiri mörk í leiknum, ekki síst á þessum lokamínútum, en Slóvakía fagnaði að lokum 3:2-sigri og á enn von um að komast í lokakeppnina.

Það fullkomnaði „sturlunina“ á lokamínútunum að sjá markvörð Slóvakíu brokka fram völlinn í uppbótartíma, í stöðunni 2:2. Af hverju voru gestirnir tilbúnir að skilja eftir autt mark sitt og gefa Íslandi færi á auðveldu sigurmarki, ef hornspyrnan gæfi ekki mark? Ég kem að því síðar, en áhættan borgaði sig því markvörðurinn, Marek Rodák, skoraði sigurmark Slóvaka með skalla. Um hálfgert „deja vu“ var að ræða því 3-4 mínútum áður hafði ég horft upp á Slóvaka fagna sigri, í það skipti of snemma.

Fjallað er um leik Íslands og Slóvakíu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert