Guðni biður um skilning og þolinmæði

Thibaut Courtois nær boltanum fyrir ofan höfuð Sverris Inga Ingasonar. ...
Thibaut Courtois nær boltanum fyrir ofan höfuð Sverris Inga Ingasonar. Guðni Bergsson segir frammistöðu Íslands gegn Belgíu hafa verið mun betri en gegn Sviss. mbl.is/Eggert

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vill að stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu standi þétt saman eftir töpin tvö gegn Sviss og Belgíu í fyrstu leikjunum undir stjórn Eriks Hamréns.

Ísland mátti þola 6:0-tap gegn Sviss í frumraun Hamréns og 3:0-tap gegn Belgíu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hamrén er fyrsti A-landsliðsþjálfari sem Guðni ræður til starfa eftir að hann var kjörinn formaður KSÍ í febrúar í fyrra og hann vinnur nú að því að ganga frá ráðningu nýs þjálfara kvennalandsliðsins.

Á Twitter-síðu sinni í dag biður Guðni fólk um að sýna skilning og þolinmæði eftir leikina við Sviss og Belgíu og bendir á að frammistaðan hafi verið mun betri gegn Belgíu. Skrif hans má sjá hér að neðan.

mbl.is