Afar mikilvægur sigur Fjölnis í Grindavík

Valmir Berisha skoraði snemma leiks fyrir Fjölni og er hér …
Valmir Berisha skoraði snemma leiks fyrir Fjölni og er hér í baráttu um boltann í leiknum í dag. Ljósmynd/Víkurfréttir

Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag, 1:0. Valmir Berisha skoraði sigurmarkið strax á fjórðu mínútu og er Fjölnir nú með 19 stig en enn í næstneðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingi R. og öruggu sæti. 

Fjölnismenn byrjuðu af rosalegum krafti og liðið fékk nokkur færi áður en Valmir Berisha skoraði af stuttu færi á fjórðu mínútu. Eftir það voru Grindvíkingar meira með boltann en illa gekk að skapa sér færi á meðan hætta skapaðist í hvert skipti sem Fjölnismenn sóttu og sérstaklega þegar Guðmundur Karl Guðmundsson var með boltann.

Þrátt fyrir þokkaleg færi beggja liða var hins vegar ekki meira skorað í fyrri hálfleik og staðan 1:0, Grindavík í vil í leikhléi. Grindavík var nálægt því að jafna leikinn snemma í seinni hálfleik en Will Daniels setti boltann rétt framhjá markinu með glæsilegri hjólhestaspyrnu.

Illa gekk hjá báðum liðum að skapa sér alvöru færi eftir það og höfðu markmenn beggja liða lítið að gera og að lokum dugði mark Berisha snemma leiks til sigurs.

Grindavík 0:1 Fjölnir opna loka
90. mín. Grindavík fær hornspyrnu Þremur mínútum bætt við. Grindvíkingar leita að jöfnunarmarki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert