Tveir FH-ingar í banni gegn Val

Steven Lennon fékk rautt spjald í dag.
Steven Lennon fékk rautt spjald í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tveir FH-ingar verða í leikbanni þegar þeir taka á móti Íslandsmeisturum Vals í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar um næstu helgi.

Steven Lennon og Pétur Viðarsson fengu báðir að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Víkingum í dag. Pétur fékk rautt spjald fyrir mótmæli en hann var þá kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið tekinn af velli á 62. mínútu.

Lennon fékk rautt spjald undir lok leiksins fyrir mótmæli við aðstoðardómara leiksins.

FH er í baráttu við KR-inga um 4. sætið í deildinni sem tryggir Evrópusæti en eftir leiki dagsins eru KR-ingar með tveimur stigum meira en Hafnarfjarðarliðið.

mbl.is