Vond úrslit fyrir bæði lið

Barist í leik Víkings R. og FH í Víkinni í ...
Barist í leik Víkings R. og FH í Víkinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingur og FH skildu jöfn, 1:1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en liðin áttust við í Víkinni í dag.

Leikur liðanna í blíðunni í Fossvoginum bauð ekki upp á mikla skemmtun. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa og frammistaða flestra leikmanna á vellinum var döpur.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson kom Víkingum yfir á 74. mínútu og var þetta fyrsta mark hans í efstu deild. Færeyingurinn Jákup Ludvig Thompsen jafnaði metin fyrir fimm mínútum síðar og í uppbótartíma fékk Skotinn Steven Lennon rautt spjald fyrir mótmæli.

Víkingar eru ekki hólpnir. Þeir eru með 22 stig í 10. sæti og er þremur stigum á undan Fjölnismönnum sem gerðu góða ferð í Grindavík í dag.

FH-ingar töpuðu tveimur dýrmætum stigum í baráttunni við KR um fjórða sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppninni. FH-ingar eru nú tveimur stigum á eftir KR-ingum og eiga eftir að mæta toppliðunum tveimur, Val á heimavelli og nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar í Garðabæ.

Víkingur R. 1:1 FH opna loka
90. mín. Leik lokið +3 Bæði lið ganga ósátt að velli eftir þessi úrslit.
mbl.is