Réttlæti allra fullnægt?

Guðmundur Óli Steingrímsson að skora fyrir Völsung í sumar.
Guðmundur Óli Steingrímsson að skora fyrir Völsung í sumar. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Eins og spennan og dramatíkin í 2. deild karla í knattspyrnu hafi ekki verið næg í sumar þá eykst hvort tveggja enn með dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í fyrradag vegna leiks Hugins og Völsungs frá 17. ágúst.

Á sunnudag birti áfrýjunardómstóllinn þá niðurstöðu sína að fyrri úrslit leiksins, 2:1-sigur Hugins, yrðu ógild og leikurinn færi fram að nýju. Þess vegna hefur KSÍ ákveðið að Huginn og Völsungur mætist á Seyðisfjarðarvelli á morgun, kl. 16.30, þremur sólarhringum fyrir lokaumferð deildarinnar.

Forráðamenn Hugins eru óánægðir með þessa niðurstöðu og í samtali við Morgunblaðið í gær vildi Brynjar Skúlason, þjálfari liðsins, ekki staðfesta að Huginsmenn myndu yfirhöfuð mæta í leikinn á morgun. Brynjar benti á að því fylgdi ýmis fjárhagslegur kostnaður fyrir Huginn að spila leikinn, enda væru leikmenn liðsins margir hverjir búsettir fjarri Seyðisfirði. Þá væri erfitt að una því að annar tveggja sigra liðsins í sumar væri tekinn af liðinu, vegna einhvers sem liðið gat á engan hátt haft áhrif á. Rangt útfyllt leikskýrsla dómara, þar sem ekki var getið um rautt spjald sem dómari hafði ranglega gefið skömmu fyrir leikslok, virðist hafa ráðið úrslitum um niðurstöðu áfrýjunardómstólsins.

„KSÍ hefur sagt mér óformlega að sambandið sé tilbúið að borga ferðakostnað okkar, en það er bara ekki nóg. Ferðakostnaðurinn er bara hluti af þessu. Þetta orsakar líka vinnutap hjá mönnum og þeir þurfa gistingu. Flugsamgöngur á Íslandi eru ekki það þéttar að menn geti bara flogið í leik og heim samdægurs,“ segir Brynjar.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert