Verðmæt stig í súginn hjá Stjörnunni

Guðjón Baldvinsson lætur skotið ríða af í leik Stjörnunnar og …
Guðjón Baldvinsson lætur skotið ríða af í leik Stjörnunnar og KA í gærkvöld. mbl.is//Hari

Stjarnan missti af hrikalega mikilvægum stigum er liðið gerði 1:1-jafntefli við KA á heimavelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi.

Jafnteflið þýðir að Íslandsmeistarar Vals eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Valur á auk þess leik við Keflavík, sem enn hefur ekki unnið leik í sumar, í síðustu umferðinni og eru meistararnir því í vænlegri stöðu. Stjarnan þurfti að spila í 120 mínútur í bikarúrslitum á laugardaginn var og virtist sá leikur hafa áhrif á heimamenn. Þeim gekk illa að skapa sér færi á löngum köflum í leiknum og vantaði ákveðið flæði í sóknarleikinn, sem venjulega er til staðar.

Fjarvera Baldurs Sigurðssonar fyrirliða á miðjunni hafði eitthvað að segja, en í hans stað fékk Guðmundur Steinn Hafsteinsson að spreyta sig með Þorsteini Má Ragnarssyni, Guðjóni Baldvinssyni og Hilmari Árna Halldórssyni í sóknarleiknum. Fyrir vikið losnaði svæði á miðjunni sem KA-menn nýttu sér og gekk oft illa að fá sóknarmenn Stjörnunnar í leikinn. KA-menn voru skipulagðir og gáfu fá færi á sér á meðan skyndisóknir þeirra voru oft á tíðum stórhættulegar. Það var ekki fyrr en í blálokin, í stöðunni 1:0 fyrir KA, sem Stjarnan sýndi sitt rétta andlit.

Sjá allt um síðustu tvo leikina í 20.umferð Pepsi-deildarinnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert