Völsungi dæmdur 3:0 sigur

Guðmundur Óli Steingrímsson skorar fyrir Völsung úr vítaspyrnu í 2. …
Guðmundur Óli Steingrímsson skorar fyrir Völsung úr vítaspyrnu í 2. deildinni í sumar. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

KSÍ hefur á vef sínum skráð 3:0 sigur Völsungs gegn Hugin í 2. deild karla í knattspyrnu og þar með eiga Völsungar enn þá möguleika á að vinna sér sæti í Inkasso-deildinni.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll KSÍ ákvað að leik­ur­inn skyldi end­ur­tek­inn en leik­ur liðanna í ág­úst var dæm­ur ógild­ur en hon­um lauk með 2:1-sigri Hug­ins. Leikurinn var settur á í gær en ekkert varð af honum. Hug­ins­menn mættu á Seyðis­fjarðar­völl, eft­ir að hafa til­kynnt KSÍ í gærmorg­un, að völl­ur­inn væri óleik­fær. KSÍ færði því leik­inn á Fella­völl, sem er vara­völl­ur Hug­ins, og þangað mættu leik­menn Völsungs og dóm­ar­ar leiks­ins.

Þegar einni umferð er ólokið í 2. deildinni er Afturelding í toppsætinu með 43 stig, Grótta er í öðru sæti með 42, Vestri 41 og Völsungur 40. Tvö af þessum liðum berjast um sæti í Inkasso-deildinni. Huginn er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 6 stig. Baráttan um að forðast fall með liði Hugins stendur á milli Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem hefur 19 stig, Tindastóls og Hattar, sem hafa bæði 21 stig.

Í lokaumferðinni mætast:

Leiknir F - Víðir
Þróttur V - Fjarðabyggð
Grótta - Huginn
Tindastóll - Völsungur
Kári - Vestri
Höttur - Afturelding

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert