Fimmtán ára „Zlatan“ í svipuðu en breyttu liði

Fylkiskonur fagna sigrinum í Inkasso-deildinni.
Fylkiskonur fagna sigrinum í Inkasso-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Fylkis fyrir keppnistímabilið 2017 og sú stefna tekin að láta unga og efnilega leikmenn bera uppi liðið sem þá lék í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu.

Sú tilraun endaði með því að liðið féll en svo til sami mannskapur hefur nú komið Fylki aftur í efstu deild með því að vinna Inkasso-deildina í sumar á nokkuð sannfærandi hátt.

Auk þess að vinna Inkasso-deildina sló Fylkir út Pepsi-deildarliðin HK/Víking og þáverandi bikarmeistara ÍBV í Mjólkurbikarnum í sumar, áður en liðið steinlá reyndar gegn Stjörnunni í undanúrslitum, 9:1. Á árunum 2006-2017 léku Fylkiskonur ellefu leiktíðir í efstu deild og náðu best 5. sæti. Morgunblaðið fékk fyrirliðann Berglindi Rós Ágústsdóttur til að velta vöngum yfir möguleikanum á að festa liðið aftur í sessi í efstu deild, og koma því jafnvel upp úr fallbaráttu í eftirsóknarverðari stöðu á komandi árum.

„Það er lítil breyting orðin á leikmannahópnum sem lék í efstu deild í fyrra, en liðið er mjög ólíkt því sem var. Við fengum nýjan þjálfara sem hefur haft mjög jákvæð áhrif og komið með öðruvísi hugmyndir. Manni hefur alltaf liðið vel hérna í Fylki, þó að við höfum fallið er vel séð um allt hérna og stemningin mjög góð í liðinu, og við vissum allar að við myndum vinna deildina. Við fundum það allar,“ segir Berglind.

Sjá alla greinina um Fylki sem leikur í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »