Berglind er markadrottning 2018

Berglind Björg Þorvaldsdóttir með boltann gegn Val í dag þar …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir með boltann gegn Val í dag þar sem hún skoraði tvö mörk. mbl.is/Hari

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, stóð uppi sem markadrottning Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu sumarið 2018. Hún skoraði 19 mörk í deildinni.

Berglind skoraði tvö mörk í lokaumferðinni í dag og alls 19 mörk í sumar í 18 leikjum. Næst kom Stephany Mayor, leikmaður Þórs/KA með 15 mörk í 17 leikjum og Sandra María Jessen, einnig hjá Þór/KA, skoraði 18 mörk.

Berglind hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á einu tímabili og í sumar. Hún skoraði 15 mörk í fyrra, 12 mörk fyrir Fylki sumarið 2012 og 14 mörk fyrir ÍBV sumarið 2011. Auk þeirra 19 deildarmarka sem hún skoraði þá bætti hún einnig fjórum mörkum við í bikarkeppninni.

Berglind hefur nú skorað 109 mörk í efstu deild hér á landi og er í 11. sæti yfir markahæstu leikmenn Íslandsmótsins frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert