Magni bjargaði sér á hádramatískan hátt

Gunnar Örvar Stefánsson, hér í forgrunni, skoraði tvívegis þegar Magni …
Gunnar Örvar Stefánsson, hér í forgrunni, skoraði tvívegis þegar Magni bjargaði sér á ótrúlegan hátt í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

ÍR féll nú rétt í þessu úr 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, eftir hreinan úrslitaleik við Magna um að halda sæti sínu í deildinni. Fjórum leikjum var að ljúka í lokaumferðinni.

Fyrir lokaumferðina var Magni í fallsæti með 16 stig en ÍR með 18 stig í sæti ofar og þau mættust einmitt í Breiðholtinu. Gestirnir frá Grenivík þurftu því að vinna til þess að senda ÍR niður á meðan Breiðhyltingum dugði jafntefli. Gunnar Örvar Stefánsson kom Magna yfir snemma leiks en ÍR komst yfir með því að skora tvö mörk á þremur mínútum. Fyrst Andri Jónasson og svo Ágúst Freyr Hallsson. Gunnar Örvar var hins vegar aftur á ferðinni og jafnaði metin fyrir Magna, 2:2, áður en flautað var til leikhlés.

Rúmum tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Sigurður Marinó Kristjánsson hins vegar fyrir Magna. Sigurður átti að vera í leikbanni í leiknum, en KSÍ felldi spjaldið réttilega niður fyrir lokaumferðina og því fékk Sigurður að spila. Það reyndist sigurmark leiksins, 3:2, og Magni mun því halda sæti sínu í deildinni en ÍR fer með Selfossi niður í 2. dei.d.

Úrslitin í leikjunum klukkan 14 má sjá hér að neðan, en nú klukkan 16 hófust síðustu tveir leikirnir og mun eftir þá koma í ljós hvort HK eða ÍA vinna deildina. Þá verður lokastaðan í deildinni ekki ljós fyrr en að þeim leikjum loknum, en

Fram – Víkingur Ó. 1:2
Njarðvík – Selfoss 2:1
Þór – Leiknir R. 3:1
ÍR – Magni 2:3

Markaskorarar fengnir frá urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert