Skagamenn unnu deildina á markatölu

Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, lyftir bikarnum fyrir …
Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði ÍA, lyftir bikarnum fyrir sigur í deildinni í leikslok í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

ÍA tryggði sér nú rétt í þessu sigur í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, en lokaumferð deildarinnar var að ljúka. ÍA og HK enduðu bæði með 48 stig en ÍA tók toppsætið á markatölu.

ÍA og HK höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð en eina sem var óljóst var hvort liðið myndi vinna deildina. HK var stigi ofar fyrir lokaumferðina, en tapaði 2:0 fyrir Haukum. Skagamenn gerðu á meðan 1:1 jafntefli við Þrótt og dugði stigið til þess að komast yfir HK-inga á markatölu.

Raunar gæti það ekki hafa verið tæpara, en ÍA var með 26 mörk í plús gegn 25 mörkum í plús hjá HK.

Lokastaðan í deildinni: ÍA 48, HK 48, Þór 43, Víkingur Ó. 42, Þróttur R. 36, Njarðvík 27, Leiknir R. 25, Haukar 25, Fram 24, Magni 19, ÍR 18, Selfoss 15.

Lokaumferðin:

Fram – Vík­ing­ur Ó. 1:2
Njarðvík – Sel­foss 2:1
Þór – Leikn­ir R. 3:1
ÍR – Magni 2:3
Haukar – HK 2:0
ÍA – Þróttur R. 1:1

Elton Livramento fagnar marki fyrir Hauka gegn HK í dag.
Elton Livramento fagnar marki fyrir Hauka gegn HK í dag. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert