Stelpurnar í milliriðil eftir stórsigur

Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann stórt …
Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann stórt í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, í knattspyrnu vann 6:0-stórsigur á heimaliði Moldóvu í undankeppni EM en riðill Íslands er spilaður þar.

Clara Sigurðardóttir skoraði þrennu fyrir Íslenska liðið en öll hennar mörk komu úr vítaspyrnum. Þá gerðu þær Ída Marín Hermannsdóttir, Andrea Marý Sigurjónsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir allar eitt mark.

Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti í milliriðli keppninnar næsta vor en tvö efstu lið riðilsins fara þangað. Á laugardaginn kemur mæta stelpurnar toppliði Englands en bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Úrslitakeppni EM fer svo fram í Búlgaríu á næsta sumri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert