Stjörnukonur kvöddu Ólaf með sigri

Stjarnan vann Þór/KA í lokaumferðinni í dag.
Stjarnan vann Þór/KA í lokaumferðinni í dag. mbl.isSkapti Hallgrímsson

Stjarnan kláraði keppnistímabilið í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á 2:0-sigri gegn Þór/KA í lokaumferð deildarinnar í Garðabænum í dag.

Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn betur og fengu hættulegri færi til þess að byrja með og það var því gegn gangi leiksins þegar Lára Kristín Pedersen kom Stjörnunni yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur og staðan því 1:0 í hálfleik.

Guðmunda Brynja Óladóttir tvöfaldaði forystu Garðbæinga með frábæru marki á 64. mínútu þegar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sendi hana í gegn og Guðmunda kláraði færið frábærlega úr vítateignum í samskeytin og inn.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur því 2:0 í Garðabænum og heimakonur í Stjörnunni ljúka keppni í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig en Þór/KA endar tímabilið í öðru sætinu með 41 stig.

Stjarnan 2:0 Þór/KA opna loka
90. mín. Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert