Úrslitaleikur í lokaumferðinni

ÍR-ingum dugar jafntefli í dag.
ÍR-ingum dugar jafntefli í dag. mbl.is/Valgarður Gíslason

Lokaumferð fyrstu deildar karla, Inkasso-deildarinnar, fer fram í dag en þá ræðst hvaða lið fellur niður um deild með Selfossi og hvaða lið fagnar deildarmeistaratitlinum.

ÍR og Magni mætast í hreinum úrslitaleik í Breiðholtinu klukkan 14 en sigurvegari leiksins heldur sæti sínu í deildinni. ÍR-ingum dugar þá einnig jafntefli, þeir hafa 18 stig en Magnamenn 16. Bæði lið eru án leikmanna sem taka út leikbann. Axel Sigurðarson og Gísli Martin Sigurðsson verða fjarverandi hjá ÍR en Magni verður án Sigurðar Marinó Kristjánssonar.

HK og ÍA hafa bæði tryggt sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð en í dag ræðst hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar. HK er á toppnum með 48 stig en ÍA þar fyrir neðan með 47. HK heimsækir Hauka í Hafnarfjörðinn en Skagamenn fá Þróttara í heimsókn.

Leik­irn­ir í lokaum­ferðinni:
14.00 Fram - Vík­ing­ur Ólafs­vík
14.00 Njarðvík -Sel­foss
14.00 ÍR - Magni
14.00 Þór - Leikn­ir R
16.00 Hauk­ar - HK
16.00 ÍA - Þrótt­ur R

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert