Víkingar tryggðu sæti sitt í efstu deild

Aron Kári Aðalsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson í baráttunni á …
Aron Kári Aðalsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson í baráttunni á Nettóvellinum í dag. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

Víkingur R. tryggði endanlega áframhaldandi sæti sitt í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar liðið vann 4:0-sigur á Keflavík á Nettóvellinum í næstsíðustu umferðinni í dag.

Eftir rólegan og tíðindalítinn fyrri hálfleik voru gestirnir fljótir að brjóta ísinn í þeim síðari. Geoffrey Castillion átti þá frábæran sprett upp vinstri kantinn áður en hann renndi boltanum fyrir markið þar sem Erlingur Agnarsson kom á ferðinni til að stýra knettinum í fjærhornið.

Víkingar urðu svo fyrir áfalli um miðjan síðari hálfleikinn þegar fyrst Arnþór Ingi Kristinsson og síðan Milos Ozegovic voru bornir af velli og upp í sjúkrabíl. Arnþór meiddist illa á ökkla en Ozegovic fékk höfuðhögg.

Gestirnir létu þó meiðslin ekki á sig fá og bættu við marki á 79. mínútu þegar Geoffrey Castillion fiskaði vítaspyrnu þegar Anton Freyr Hauks fór aftan í hann inni í teig. Hollendingurinn fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Sigurinn var svo innsiglaður í uppbótartíma þegar fyrst Örvar Eggertsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild af stuttu færi eftir sendingu Alex Freys Hilmarssonar áður en Castillion bætti við sínu öðru marki og fjórða marki Víkinga.

Keflavík 0:4 Víkingur R. opna loka
90. mín. Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) á skot sem er varið Utan teigs, beint á Larsen í markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert