Telma fékk ömurleg tíðindi í þriðja sinn

Telma Hjaltalín Þrastardóttir í leik með Stjörnunni í sumar.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir í leik með Stjörnunni í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Telma Hjaltalín Þrastardóttir, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, hefur orðið fyrir ömurlegu áfalli eftir að í ljós kom að hún hefur slitið krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum.

„Því miður sleit Telma krossband í þriðja skipti á sama hné á móti FH,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, við fotbolti.net eftir lokaumferð deildarinnar í gær.

Und­an­far­in tvö ár hafa verið Telmu erfið. Hún sleit fyrst kross­band í hné árið 2016 og var rétt kom­in af stað þegar kross­band slitnaði á ný í apríllok í fyrra. Hún var hins vegar komin sterk til baka með Stjörnunni og skoraði átta mörk í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Sú frammistaða skilaði henni sæti í A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun mánaðarins. Nú er hins vegar ljóst að Telma verður fjarri góðu gamni næstu mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert