Ekki eru öll kurl komin til grafar

Eddi Gomes og Patrick Pedersen í baráttu um boltann í …
Eddi Gomes og Patrick Pedersen í baráttu um boltann í gær en báðir skoruðu þeir í leiknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH styrkti stöðu sína í baráttunni um síðasta Evrópusætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið vann afar dramatískan 2:1-sigur á Valsmönnum í Kaplakrika í 21. umferð deildarinnar en það var Eddi Gomes sem skoraði sigumark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma eftir hornspyrnu.

Hafnfirðingar mættu til leiks í leikkerfinu 3-4-3 og var varnarleikur liðsins til fyrirmyndar nánast allan leikinn. Þeir voru betri aðilinn í leiknum, sköpuðu meira en Valsmenn og áttu sigurinn skilinn. Það var vel við hæfi að Eddi Gomes skyldi skora sigurmark leiksins en varnarmaðurinn hleypti Valsmönnum inn í leikinn á 83. mínútu þegar hann gerði sig sekan um slæm mistök.

Stjörnumenn fóru tómhentir frá Eyjum

Eyjamenn slökktu í titilvonum Stjörnumanna þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í gær í blíðskaparveðri. Leiknum lauk með 2:1 sigri ÍBV þar sem Sindri Snær Magnússon og Víðir Þorvarðarson skoruðu með skotum fyrir utan teig, eftir að Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik.

Stjörnumenn eru nú í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Val í toppsætinu og einu stigi á eftir Breiðabliki. Stjörnumenn hafa nú tapað fimm stigum í deildinni eftir fyrsta bikarmeistaratitil í sögu félagsins fyrr í mánuðinum.

Fjölnismenn eru fallnir eftir 2:0 tap á heimavelli gegn Breiðabliki sem er komið í annað sætið, tveimur stigum á eftir Valsmönnum.

Sjá allt um leikina í næst síðustu umferð Pepsi-deildar karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert