Agla María besti ungi leikmaður

Blikinn Agla María Albertsdóttir sækir að vörn Þórs/KA.
Blikinn Agla María Albertsdóttir sækir að vörn Þórs/KA. mbl.is//Hari

Agla María Albertsdóttir, landsliðskona úr Breiðabliki, er besti ungi leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2018 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hún varð í þriðja sæti í M-gjöfinni í heild með 16 M.

Agla María og samherji hennar Alexandra Jóhannsdóttir eru í nokkrum sérflokki meðal ungu leikmannanna, þar sem miðað er við þær sem eru 21 árs og yngri, fæddar 1997 og síðar. Agla María er 19 ára gömul og Alexandra er 18 ára.

Breiðablik og Þór/KA, tvö efstu lið deildarinnar, eiga þrjá leikmenn hvort í unga úrvalsliðinu. Karólína Jack, kantmaður úr HK/Víkingi, er yngst allra í liðinu, 17 ára gömul.

Sjá heild­arniður­stöðuna í M-gjöf Morg­un­blaðsins 2018 og val á liði árs­ins, úr­valsliði er­lendra leik­manna, úr­valsliði ungra leik­manna, úr­valsliði eldri leik­manna og fimm bestu leik­menn í hverju liði Pepsi-deild­ar kvenna 2018 í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert