Elfar Freyr framlengir við Blikana

Elfar Freyr Helgason í baráttu við Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson.
Elfar Freyr Helgason í baráttu við Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson. mbl/Arnþór Birkisson

Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik en frá þessu er greint á blikar.is.

Elfar Freyr, sem er 29 ára gamall, hefur spilað 232 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 10 mörk. Hann lék um tíma erlendis með AEK í Grikklandi og Stabæk í Noregi.  Elfar Freyr á að baki 6 leiki með U-21 árs liði Ísland og einn A-landsleik.

Elfar Freyr, sem varð Íslandsmeistari með Blikum 2010 og bikarmeistari 2009, kom við sögu í 15 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni í sumar en Kópavogsliðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert