Mun betri staða en síðast á landsliðsmönnum Íslands

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðan á íslensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu sem Erik Hamrén valdi í gær fyrir leikina gegn Frakklandi og Sviss er mun betri en þegar hann valdi fyrsta hóp sinn fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu fyrir mánuði.

Gylfi Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúrik Gíslason, Arnór Ingvi Traustason. Albert Guðmundsson og markverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa leikið alla eða nær alla leiki sinna liða á tímabilinu.

Gylfi hefur skorað þrjú mörk fyrir Everton á síðustu vikum og þeir Victor, Arnór Ingvi og Albert hafa skorað mikilvæg mörk fyrir sín lið.

Sjá forspjall um landsliðið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert