Tíu liðanna áfram með sama þjálfara

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH-inga.
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH-inga. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þjálfarakapallinn í Pepsi-deild karla í fótbolta gekk endanlega upp á laugardaginn þegar gengið var frá ráðningum í þrjár síðustu stöðurnar sem voru á lausu.

Óli Stefán Flóventsson hjá Grindavík og Srdjan Tufegdzic hjá KA skiptu einfaldlega um stöðu og aðstoðarþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson tók við af Loga Ólafssyni sem aðalþjálfari Víkings í Reykjavík.

Þar með liggur fyrir að tíu af þeim tólf þjálfurum sem luku tímabilinu með liðunum tólf sem leika í Pepsi-deild karla 2019 verða áfram við stjórnvölinn hjá sínum félögum.

Logi og Kristján farnir

Aðeins Logi og Kristján Guðmundsson, sem yfirgaf ÍBV og tók við kvennaliði Stjörnunnar, hverfa á braut. Hinsvegar munu þrír þjálfarar þreyta frumraun sína í efstu deild á keppnistímabilinu 2019 en það eru Jóhannes Karl Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, sem koma upp í deildina með ÍA og HK, og Pedro Hipólito sem er tekinn við liði Eyjamanna af Kristjáni. Arnar Gunnlaugsson hefur áður þjálfað lið ÍA í deildinni en þá við hlið Bjarka bróður síns.

Greinina í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert