HK semur við besta leikmanninn

Ólafur Örn Eyjólfsson og Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Ólafur Örn Eyjólfsson og Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK. Ljósmynd/HK

Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá  tveggja ára samningi við besta leikmann sinn á nýliðnu keppnistímabili í Inkasso-deild karla samkvæmt kjöri leikmanna liðsins.

Miðjumaðurinn Ólafur Örn Eyjólfsson gekk frá samningi við HK í dag en Kópavogsliðið vann sér sem kunnugt er sæti í úrvalsdeildinni á dögunum.

Ólafur er 24 ára gamall miðjumaður sem kom 15 ára gamall inn í meistaraflokk HK á sínum tíma en var síðan lengi frá vegna þrálátra meiðsla. Ólafur spilaði með Fjarðabyggð og KV um tíma.

Hann kom til HK á ný í ársbyrjun 2017 og var þá lánaður til Þróttar úr Vogum en kom síðan inn í hóp liðsins fyrir nýliðið tímabil og lék 21 leik á miðjunni. Hann stóð sig það vel að samherjarnir kusu hann leikmann ársins í lok tímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert