Sam Hewson genginn í raðir Fylkis

Sam Hewson og annar miðtengiliður, Hrafnkell Helgason, hjá meistaraflokksráði Fylkis, ...
Sam Hewson og annar miðtengiliður, Hrafnkell Helgason, hjá meistaraflokksráði Fylkis, takast í hendur að undirskrift lokinni. mbl.is/Kris

Enski miðjumaðurinn Sam Hewson skrifaði nú í hádeginu undir þriggja ára samning við Fylkismenn en hann kemur til Árbæjarliðsins frá Grindavík.

Hewson, sem er 30 ára gamall, hefur spilað með Grindvíkingum undanfarin tvö ár en þar áður lék hann með FH í þrjú ár og með Fram árin þrjú þar á undan.

Hewson, sem uppalinn hjá Manchester United og var fyrirliði unglingaliðsins, lék 21 leik með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í ár og skoraði í þeim 5 mörk. Hann var útnefndur leikmaður ársins á lokahófi félagsins. Hewson hefur spilað samtals 128 leiki í efstu deild hér á landi og hefur skorað í þeim 8 mörk og þá hefur hann spilað sjö Evrópuleiki og skorað eitt mark.

Fyrr í dag greindu Fylkismenn frá því að miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson muni ekki spila lengur með félaginu.

Sam Hewson.
Sam Hewson. Ljósmynd/Fylkir
mbl.is