Steinþór samdi við KA-menn

Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA til eins árs en hann gekk í raðir Akureyrarliðsins fyrir tveimur árum frá norska liðinu Sandnes Ulf. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Steinþór, sem er 33 ára gamall, hefur leikið 33 leiki með KA í deild og bikar og hefur skorað í þeim eitt mark.

„Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn að klára samningsmál og mér hefur liðið mjög vel á Akureyri. Tíminn hjá KA hefur verið smá erfiður vegna þó nokkurra meiðsla en vonandi er sá tími búinn og ég get byrjað að einbeita mér að spila fótbolta.

Mér líst mjög vel á Óla Stefán sem nýjan þjálfara og verður gaman að sjá hvaða áherslur hann mun koma með inn í klúbbinn. Standið á mér sjálfum er mjög gott og í raun frekar pirrandi að það komi svona í lok móts en ég ætla að byggja ofan á þetta og ná því inn í næsta tímabil. Ég er allavega byrjaður í TFW upp í KA til þess að viðhalda formi, styrk og annað!,“ segir Steinþór í viðtali við heimasíðu KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert