Þessir byrja gegn Frökkum

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Arons ...
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. mbl.is/Eggert

Nú er búið að tilkynna hvaða byrjunarliðið Erik Hamrén teflir fram gegn heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleiknum í knattspyrnu í Guingamp í kvöld.

Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla í hné. Rúrik Gíslason og Hörður Björgvin Magnússon hafa verið tæpir vegna meiðsla og Sverrir Ingi Ingason veiktist í vikunni.

Mark: Rúnar Alex Rúnarsson.

Vörn: Hólmar Örn Eyjólfsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson.

Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason.

Sókn: Alfreð Finnbogason.

mbl.is

Bloggað um fréttina