Arnar hafnaði starfstilboði APOEL

Arnar Grétarsson er ekki á leið til Kýpur.
Arnar Grétarsson er ekki á leið til Kýpur. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Arnar Grétarsson mun ekki taka stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu APOEL á Kýpur en hann hafnaði starfstilboðinu vegna fjölskyldu sinnar.

Arn­ar var síðast þjálf­ari Breiðabliks en var rek­inn þaðan í byrj­un tíma­bils í fyrra. Áður hef­ur hann meðal ann­ars verið yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brug­ge í Belg­íu en honum var boðin sambærileg staða hjá APOEL.

Arnar sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að hann hafi ekki viljað færa sig og fjölskyldu sína um set sem hefur komið sér vel fyrir á Íslandi. Þá segist hann enn ekki hafa heyrt frá KSÍ varðandi stöðu yfirmanns knattspyrnumála en lesa má allt viðtalið við RÚV með því að smella hér.

mbl.is