Þorsteinn þjálfar markverði Fylkis

Þorsteinn Magnússon.
Þorsteinn Magnússon. Ljósmynd/Fylkir

Markvarðaþjálfarinn góðkunni, Þorsteinn Magnússon, hefur tekið við sem markvarðaþjálfari Fylkismanna í Árbænum.

Þorsteinn, eða Steinu Þuru eins og hann er oft kallaður, hefur verið markavarðaþjálfari hjá Grindvíkingum undanfarin ár og þá hefur hann þjálfað markverði hjá landsliðum Íslands og starfað hjá erlendum markvarðarakademíum. Þorsteinn tekur við starfinu hjá Fylki af Þorleifi Ólafssyni.

„Við bjóðum Þorstein velkominn í Fylki og viljum um leið þakka Þorleifi fyrir hans störf. Hjá Fylki mun Þorsteinn þjálfa markmenn meistaraflokka félagsins ásamt því að þjálfa markmenn í yngri flokkum," segir í fréttatilkynningu frá Fylki en Þorsteinn er með UEFA A þjálfaragráðu, KSÍ Markmannsgráðuna og UEFA A gráðu í markmannsþjálfun.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert