Drulluleiðinlegt að tapa leikjum

Rúnar Már Sigurjónsson svekktur ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Rúnar Már Sigurjónsson svekktur ásamt liðsfélögum sínum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að jafna í lokin, en það voru hlutar af leiknum þar sem við vorum ekki nógu góðir og gott lið eins og Sviss refsar okkur,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 2:1-tap fyrir Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í kvöld. 

„Fyrsta kortérið í báðum hálfleikjum var ekki nógu gott. Þá ná þeir að opna okkur og lokka okkur út úr stöðum og það má ekki á móti þeim. Þeir eru með frábært lið og góða einstaklinga.“

Rúnar Már segir leikina vissulega betri en á móti Sviss og Belgíu í síðasta landsleikjahléi, en hann var fyrst og fremst ósáttur með að tapa. 

„Maður er alltaf ánægður þegar maður bætir sig en það er drulluleiðinlegt að tapa leikjum, þannig er tilfinningin eftir leik. Það er frábært að fá að spila og gott að fá traustið. Ég er hins vegar lítið að pæla í því þar sem ég er pirraður að tapa þessum leik,“ sagði Rúnar Már. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert