Ísland og Pólland bæði fallin

Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson gengur af velli eftir tapið í …
Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson gengur af velli eftir tapið í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland tapaði fyrir Sviss í þriðja leik sínum í Þjóðadeild UEFA eins og ítarlega hefur verið fjallað um hér á mbl.is í kvöld. Ísland er þar með fallið úr A-deildinni og niður í B-deild.

Ísland er án stiga eftir þrjá leiki í 2. riðli en Belgía og Sviss hafa bæði sex stig og berjast um efsta sætið. Ísland er annað liðið sem fellur úr A-deildinni, en Pólland er einnig fallið úr 3. riðli. Þar eru Pólverjar með eitt stig, Ítalía hefur fjögur og Portúgal sex.

Sigurvegararnir í riðlunum fjórum í A-deildinni fara í fjögurra liða úrslit um sigur í keppninni en neðstu lið falla sem áður segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert