Orðinn fimmti markahæstur

Yvon Mvogo markvörður Sviss og Alfreð Finnbogason í leiknum í …
Yvon Mvogo markvörður Sviss og Alfreð Finnbogason í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfreð Finnbogason skoraði sitt 15. mark fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í kvöld þegar hann minnkaði muninn í 1:2 í leiknum gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvellinum.

Alfreð er þar með orðinn fimmti markahæstur frá upphafi en fyrir ofan hann eru Eiður Smári Guðjohnsen (26), Kolbeinn Sigþórsson (22), Gylfi Þór Sigurðsson (20) og Ríkharður Jónsson (17). Alfreð fór fram úr Ríkharði Daðasyni og Arnóri Guðjohnsen með þessu marki.

Alfreð er aðeins fjórði Íslendingurinn sem skorar í átta landsleikjum Íslands og Sviss. Jóhann Berg Guðmundsson (þrjú), Kolbeinn Sigþórsson og Janus Guðlaugsson (árið 1979) eru hinir þrír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert