Ísland áfram í milliriðil

Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U17 ára landsliðsins, ræðir við leikmenn …
Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U17 ára landsliðsins, ræðir við leikmenn sína. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað piltum 17 ára og yngri, burstaði í dag Gíbraltar í 2. riðli undankeppni EM og er Ísland komið áfram í milliriðil keppninnar. 

Fjögur lið voru í riðlinum og hafnaði Úkraína í efsta sæti með 7 stig. Ísland fékk 5 stig, Bosnía 4 og Gíbraltar ekkert en tvö efstu liðin komast áfram. Úkraína og Bosnía léku einnig í dag og hafði Úkraína betur 3:2. 

Mikael Egill Ellertsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Danijel Dejan Duric skoruðu tvö mörk hver fyrir Ísland í dag og þeir Davíð Snær Jóhannsson og Andri Fannar Baldursson sitt markið hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert