Þórir Guðjónsson í Breiðablik

Þórir Guðjónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik.
Þórir Guðjónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Ljósmynd/Breiðablik

Framherjinn Þórir Guðjónsson er genginn til liðs við Breiðablik og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð en þetta staðfesti Breiðablik á Twitter-síðu sinni í kvöld. Þórir kemur til félagsins frá Fjölni í Grafarvogi en Fjölnismenn féllu úr Pepsi-deildinni í sumar.

Þórir, sem er 27 ára gamall, skrifar undir tveggja ára samning við Blika en hann á að baki 164 meistaraflokksleiki þar sem hann hefur skorað 44 mörk. Hann er uppalinn í Fram en fór síðar meir til Vals þaðan sem hann gekk til liðs við Fjölni árið 2011.

Þórir þekkir vel til þjálfara Blika, Ágústs Gylfasonar, en þeir unnu saman hjá Fjölni í nokkur ár, áður en Ágúst hætti með liðið í fyrra til þess að taka við Blikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert