Guðmundur skrifar undir hjá ÍBV

Guðmundur Magnússon í búningi ÍBV.
Guðmundur Magnússon í búningi ÍBV. Ljósmynd/Heimasíða ÍBV

Framherjinn Guðmundur Magnússon hefur gengið í raðir ÍBV og skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins. Hann kemur til Eyjamanna frá Fram.

Guðmundur er 27 ára gamall og var fyrirliði Fram í 1. deildinni, Inkasso-deildinni, síðastliðið sumar. Hann varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk fyrir Fram, sem hafnaði í níunda sæti deildarinnar, og skoraði auk þess fjögur mörk í bikarkeppninni. Guðmundur er uppalinn hjá Fram en hefur einnig leikið með Víkingi Ó., HK og Keflavík.

Eftir tímabilið hætti Pedro Hipólito sem þjálfari Fram og tók við ÍBV og því hefur Guðmundur farið sömu leið og haldið tryggð við þjálfara sinn. ÍBV hafnaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert