Hedlund verður áfram hjá Valsmönnum

Sebastian Hedlund og Patrick Pedersen í leik með Val í …
Sebastian Hedlund og Patrick Pedersen í leik með Val í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Sænski varnarmaðurinn Sebastian Hedlund hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Valsmenn tilkynntu þetta í dag.

Heldund gekk í raðir Vals á miðju tímabili síðastliðið sumar og var fastur hlekkur í vörn liðsins sem vann Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Hed­l­und á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Svíþjóðar og þá var hann einnig val­inn í Ólymp­íulið Svía 2016. Hann hafði áður leikið með liðum á borð við GAIS; Kalmar og Schalke í þýsku 1. deildinni.

Hedlund spilaði tíu leiki með Valsmönnum í sumar, en Valur vann sex þeirra, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert