Breytingar á æfingahópnum

Valskonan Málfríður Anna Eiríksdóttir, til vinstri, er komin í æfingahópinn.
Valskonan Málfríður Anna Eiríksdóttir, til vinstri, er komin í æfingahópinn. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Jón Þór Hauksson nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur þurft að gera breytingar á æfingahópnum sem æfir um næstu helgi.

Berglind Jónasdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Guðný Árnadóttir, Heiðdís Lillýardóttir, Thelma Björk Einarsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen verða ekki með.

Í stað þeirra hafa verið valdar Málfríður Anna Eiríksdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Magdalena Anna Reimus.

mbl.is